Vestfirðir: 28 þúsund tonn af eldislaxi

Opnun Drimlu í Bolungarvík. Mynd: Haukur Sigurðsson.

Í desember var landað 1.203 tonnum af eldislaxi í Bíldudalshöfn og 1.029 tonnum í Bolungavíkurhöfn eða samtals 2.232 tonnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Vesturbyggð og Bolungavík var á síðasta ári slátrað 8.017 tonnum af eldislaxi í Bolungavík og 19.766 tonnum á Bíldudal. Samtals kom til slátrunar 27.783 tonn af eldislaxi í sláturhúsin tvö á Vestfjörðum.

Á Bíldudal starfaði sláturhúsið allt árið en sláturhúsið Drimla í Bolungavík var tekið í notkun um mitt árið.

Arnarlax á og rekur sláturhúsið á Bíldudal og Arctic Fish húsið í Bolungavík.

DEILA