Rafbílastyrkur Orkusjóðs

Um áramótin voru felldar úr gildi skattaívilnanir vegna rafbíla. Í staðinn var tekið upp kerfi þar sem veittur er 900.000 kr. styrkur úr Orkusjóði þegar keyptur er rafbíll sem kostar 10 milljónir eða minna.

Styrkurinn er í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hann er greiddur til eiganda bílsins samkvæmt ökutækjaskrá.

Styrkurinn nær til:

  • fólksbíla sem taka að hámarki 8 farþega (flokkur M1)
  • sendibíla að hámarki 3.5 tonn að þyngd (flokkur N1)

Bílarnir þurfa að:

  • vera nýskráðir á Íslandi eftir 1. janúar 2024
  • kosta minna en 10 milljónir
  • vera losunarfrí ökutæki með engan útblástur

Undir það falla:

  • rafmagnsbílar sem eru 100% knúnir rafmagni
  • vetnisbílar með efnarafal


Kaup á ökutækjum í öðrum flokkum verða styrkt í gegnum sérstaka umsóknarferla og úthlutanir úr samkeppnissjóði á vegum Orkusjóðs.

Orkusjóður mun annast afgreiðslu styrkjanna.

DEILA