Bolungavík: endurreisn gamallar byggðar

Anastasia með líkanið. Myndir:aðsendar.

Í undirbúningi er í Bolungavík endurreisn horfinnar byggðar á Hafnargötu í smækkaðri mynd. unnið er að stofnun félags sem mun heita; Vinir Þuríðar í Vatnsnesi, og mun það væntanlega halda utan um verkefnið og aðra menningartengda uppbyggingu. Það eru Björgvin Bjarnason og Ómar Dagbjartsson sem eru í forsvari fyrir hópnum. Ætlunin er að safna fé í sjóð sem standi straum af kostnaði. Bolungarvíkurkaupstaður mun alfarið halda utan um þann sjóð sem safnast í til að vinna þetta verk. 

Þrennt ýtir verkefninu af stað. Í Bolungavík býr listakonan og hönnuðurinn Anastasija Voloschenko sem er með meistaragráðu í 3D-tækni. Þá er verið að hanna sjóminjasafn sem til stendur að reisa við hliðina á Ósvör. Það er rétti staðurinn fyrir slíkt líkan og þyrfti að hanna safnið með tilliti til þess. Loks má nefna að á þessu ári á Bolungarvík 50 ára kaupstaðarafmæli.

Meðfylgjandi  mynd af líkani Anastasiju af Eyfirðingabúð gefur innsýn í útfærsluna. Hún hyggst gera slík líkön af öllum húsunum sem stóðu við Hafnargötu snemma á 20. öldinni (væntanlega 1920). Lengd strandlengju og stærð húsanna yrði valin samkvæmt því rými sem væntanlegt sjónminjasafn gæti veitt.  Módelið – húsin, strandlengjan og brimbrjóturinn – verður „snertanlegt“. Svæðið þar fyrir ofan, þar með talin fjallasýnin, verður sýnt í sýndarveruleika.

Líkan af Eyfirðingabúð.

Gömul mynd af Eyfirðingabúðum, sem voru rifnar fyrir allnokkru.

Eyfirðingarbúðir.








DEILA