Vegagerðin um dýpkun : engir losunarstaðir klárir í upphafi

Dýpkunarskipið Álfsnes hét áður Gigante.

Dýpkunarframkvæmdir í Sundahöfn byggðu á því, þegar verkið var skipulagt, að losa alls 500 þús. m3 á þremur losunarstöðum. Verkið er styrkhæft í gegnum Hafnabótasjóð fyrir 60 prósentum af heildarkostnaði. Vegagerðin er með umsjón fyrir hönd ríkissjóðs. Í útboði var gert ráð fyrir að losunarstaðir væru klárir í maí 2022. Enginn þeirra var þá tilbúinn, en um haustið var hægt að losa á tveimur stöðum af þessum þremur.

Þetta kemur fram í svörum Vegagerðarinnar við viðbrögðum Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ sem sagði að dýpkunarskipið hefði fyrst komið þegar dúpkun átti að vera lokið

Þá segir Vegagerðin. „Útboðið hafði hins vegar miðast við að verktakinn gæti hafið dýpkun fyrr og þess vegna verið búinn að ljúka því verki nógu snemma til að gera farið í önnur verk. En Vegagerðin hafði einmitt samið við verktakann um dýpkun í Landeyjahöfn þetta haust og ekki annað mögulegt en að verktakinn færi til þess verks. Enda sá tími sem hann ætlaði að vinna í Sundahöfn samkvæmt útboðinu liðinn.

Verktakinn hefur síðan unnið að þessu verki frá vetrinum fyrri hluta árs 2023 með hléum. Í júní í fyrra var sótt um leyfi fyrir frekari urðun efnis en það erindi um losun er enn til afgreiðslu hjá Umhverfisstofnun.

Þannig að tafir í upphafi fyrirhugaðs verktíma hafa leitt til þeirrar keðjuverkunar að verkinu er ekki lokið. Rétt þó að minna á að samkvæmt samgönguáætlun á verkinu ekki að vera lokið fyrr en núna á nýbyrjuðu ári.

Dýpið hefur nægt fyrir skemmtiferðaskip með allt að 8 m djúpristu til að leggjast að bryggju en ekki þau stærstu sem rista 9,5 m. Ötullega er unnið að því að dýpka í Sundahöfn.“

DEILA