Verknámshús M.Í : Súðavík stendur að byggingunni

Súðavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson..

Sveitarstjórn Súðavikurhrepps samþykkti á fundi sínum á föstudaginn að standa að uppbyggingu verknámshúss Menntaskólans á Ísafirði jafnvel þótt aðeins sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum standi að því.

Fyrir liggja drög að samningi milli ríkisins og sveitarfélaga á Vestfjörðum um byggingu 850 fermetra verknámshúss við Menntaskólann á Ísafirði. Gert er ráð fyrir að ríkið greiði 60% kostnaðar en sveitarfélögin 40%.

Áætlaður kostnaður viðhúsið er 477 – 715 m.kr. og 40% hlutur sveitarfélaganna á Vestfjörðum því 191 – 286 m.kr.

Hlutur Súðavíkur er 6 – 9 m.kr. miðað við að öll sveitarfélögin verði þátttakendur og skipti á milli sín 40% kostnaðarhlutnum. Verði aðeins sveitarfélögin við Djúp aðilar að samningnum má ætla að hlutur Súðavíkur verði á bilinu 9 – 13 m.kr.

DEILA