Dýpkun Sundahafnar: sandi verði losað við Fjarðarstræti

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri segir að leyfi sé fyrir hendi til að losa efni við Fjarðarstræti, og að þar ætti að vera hægt setja ca. 30-40 þúsund rúmmetra af sandi eins og staðan er núna.

Bæjarins besta innti hana eftir því hvað gert verði við sandinn sem fyrirhugað er að dælt verði upp úr Sundahöfn og Sundunum. Eftir á að dæla upp um 150 þúsund rúmmetra af sandi til þess að ljúka við dýpkunina.

Viðræður standa yfir við hollenska fyrirtækinu Van der Kamp um dýpkun á tveimur svæðum við Sundabakka auk dýpkunar á sundum og grynningu og er miðað við að verkinu ljúki í vor.

Arna Lára segir að á fjárhagsáætlun 2024 sé gert ráð fyrir „að lengja garðinn við Norðurtanga enn frekar og þá hægt verði að losa þá 50. þúsund  rúmmetra sem ætti að nægja í þennan áfanga. Þessu til viðbótar verður sótt um heimild til vara að losa efni í Djúpinu.“

DEILA