Ráðning íþrótta- og æskulýðsfulltrúa: litið til reynslu,menntunar og hæfni

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri svarar því til að litið hafi verið til reynslu, menntunar og hæfni við val á milli fjögurra umsækjenda um starf íþrótta og æskulýðsfulltrúa. Hún var innt eftir því hvað réði því að Dagný Finnbjörnsdóttir stóð framar en aðrir umsækjendur og var ráðin.

„Við mat og yfirferð umsókna, sem bárust um starfið, var í upphafi litið til reynslu, menntunar og hæfni umsækjenda með tilliti til þeirra verkefna sem hlutaðeigandi er ætlað að sinna.  Við meðferð ráðningar og við val á milli umsækjenda fór fram athugun og skoðun á nokkrum grundvallarþáttum, svo sem starfsreynslu og fyrri störfum tengdum íþrótta- og æskulýðsmálum, menntun, faglegan metnað, frumkvæði, umsagnar o.fl.  Í ráðningarferlinu var ennfremur horft til frammistöðu í starfsviðtali. Við ákvörðun um ráðningu var tekið tillit til niðurstaðna úr samanlögðu mati á ofangreindum matsþáttum.  Niðurstaða þessa mats réði því að Dagný Finnbjörnsdóttir var ráðin til starfsins.“

Umsækjendur um starfið voru fjórir:

Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir – Fyrrum deildarstjóri í félagsþjónustu

Atli Freyr Rúnarsson – Umsjónar- og íþróttakennari

Dagný Finnbjörnsdóttir – Framkvæmdastjóri HSV

Páll Janus Þórðarson – Lögregluvarðstjóri

DEILA