Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Að þessu sinni verður Garðfuglahelgin 26-29 janúar.
Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.
Við minnum á að fólk þarf ekki endilega að eiga garð til að gefa og telja fugla í heldur er hægt að koma sér fyrir í almenningsgarði en slíkir eru víða í sveitarfélögum landsins og þar er hægt að vera í fuglaskoðun og telja fugla.
Talningin miðar við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Ekki má leggja saman. Þetta er til að forðast tvítalningar á sama fuglinum, sem ef til vill kemur á 15 mínútna fresti í garðinn. Þá er hann skráður sem 1 fugl ekki 4.
Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður t.d. rafrænt á vef Fuglaverndar www.fuglavernd.is
Hér er slóðin á viðburðinn á Fuglavernd.is og þar er að finna helstu upplýsingar.https://fuglavernd.is/vidburdur/gardfuglahelgin-26-28-januar-2024-allir-geta-tekid-thatt/
um Fulglavernd
Fuglavernd eru frjáls félagasamtök um verndun fugla og búsvæði þeirra. Fuglavernd telur um 1300 félagsmenn. Fuglavernd er aðili að samtökunum BirdLife International sem vinna að verndun fugla og náttúrusvæða í 120 löndum