Úthlutað úr Íþróttasjóði 2024

Á Patreksfirði var stofnaður golfklúbbur 14. desember árið 1992. Vorið 1993 var hafist handa við uppbyggingu Vesturbotnsvallar

Íþróttanefnd hefur ákveðið að úthluta 27,9 milljónum til 74 verkefna fyrir árið 2024.

Nefndinni bárust alls 179 umsóknir að upphæð rúmlega 250 m.kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2024.

Alls voru 114 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana að upphæð rúmlega 157 m.kr. Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni voru 54 að upphæð um 62,8 m.kr. og umsóknir vegna íþróttarannsókna voru 11 að upphæð rúmlega 30,5 m.kr.

Á vef Rannís má sjá úthlutun styrkjanna.

Þar kemur meðal annars fram að Klifurfélag Vestfjarða fékk 250,000 kr, Íþróttafélagið Höfrungur 300,000 kr, Skíðafélag Strandamanna 400,000 kr, Golfklúbbur Patreksfjarðar 200,000 kr,

DEILA