Velheppnað Mannamót

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sjö talsins, auk Vestfjarða eru þær á Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi, Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Þær leggja sig fram um að eiga í góðu samstarfi við fyrirtæki í greininni, sveitarfélögin og aðra hagsmunaaðila.

Um liðna helgi var efnt ferðakaupstefnunnar Mannamót Markaðsstofanna i Kórnum í Kópavogi.

Markaðsstofa Vestfjarða var eðli málsins samkvæmt á staðnum og með henni 15 samstarfsaðilar hennar víðsvegar af Vestfjörðum sem notuðu tímann vel við að kynna vörur sínar og þjónustu. Það voru: ATV Ísafjörður, Borea Adventures, Cycling Westfjords, Galdur Brugghús, Galdrasýning á Ströndum. Gamli bærinn Brjánslæk/Brjánslækjarbúið, Hótel Ísafjörður, Ísafjörður Guide, Kertahúsið/Fantastic Fjords, Kómedíuleikhúsið, Sauðfjársetur á Ströndum, Strandferðir, Vesturbyggð, Vesturferðir og Westfjords Adventures.

DEILA