Arna Lára: ódýrt hjá Vegagerðinni að skella skuldinni á Ísafjarðarbæ

Sundahöfn. Dýpkunarskipið siglir framhjá skemmtiferðaskipi. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að henni þyki það vera ódýrt hjá Vegagerðinni að skella skuldinni á Ísafjarðarbæ aðspurð um viðbrögð hennar við skýringar Vegagerðarinnar í bb.is á laugardaginn á töfum á dýpkun Sundahafnar.

Þar sagði að losunarstaður og heimild til losunar hefði ekki verið frágengin í tæka tíð og „m.a. af þeim sökum var ekki hægt að ljúka verkinu. Bryggjan, þekja og rafmagn var ekki tilbúið síðasta sumar.“ 

dýpkunarskipið kom tveimur mánuðum eftir að dýpkun átti að vera lokið

Arna Lára segir staðreyndina vera þá „að dýpkunarskipið kom til Ísafjarðar 28. desember 2022 tveimur mánuðum eftir að dýpkun átti að vera lokið!

Frá því að dýpkun hófst hefur það ítrekað gerst að Vegagerðin hefur kallað dýpkunarskipið í önnur verkefni  eins og að hreinsa Landeyjarhöfn. Dýpkunarskipið hefur ekki sést nema í mýflugugmynd frá því í maí á síðasta ári.

Vegagerðin sækir um staði til losunar f.h. hafnarinnar, þannig þar eru hæg heimatökin.

Tekjumissir hafnarinnar á síðasta ári var 154. mkr og þar af má rekja 110. mkr. til að Norwegian Prima gat ekki að lagst að nýja kantinum þar sem ekki var nægjanlegt dýpi. Önnur skip fóru á akkeri eða létu það ekki hafa áhrif á sig að kanturinn væri ekki fullbúinn.  Þannig ekki er hægt að skella skuldinni á Ísafjarðarbæ hvað þetta varðar.

Mestu máli skiptir þó að dýpkunarskipið komið sem allra fyrst svo allt verði klárt fyrir vertíðina.“

DEILA