Aukið viðlegupláss í Suðureyrarhöfn

Á fundi hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar var í dag lagt fram minnisblað Kjartans Elíassonar, fyrir hönd Vegagerðarinnar, dags. 31. ágúst 2023, þar sem óskað er eftir afstöðu hafnarstjórnar til þess hvaða leið verði valin til að auka viðlegupláss í Suðureyrarhöfn. Einnig lagður fram uppdráttur af valkostunum.

Hafnarstjórn leggur til að valkostur tvö í minnisblaði, um að færa grjótgarð og setja nýja flotbryggju í garðstæðið verði fyrir valinu.

Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir 50,0 milljónum í framkvæmdir við Suðureyrarhöfn árið 2026.

DEILA