Kynning á viðbragðsáætlun fyrir Flateyri

Í dag þann 15. janúar kl.17:00 verður öllum Flateyringum boðið í Gunnu kaffi á Flateyri.

Þar ætlar lögreglan á Vestfjörðum ásamt öðrum viðbragðsaðilum, s.s. slökkviliði/sjúkraflutningum, björgunarsvetinni á Flateyri, RKÍ deildinni á Flateyri ásamt verkefnisstjóranum á Flateyri að kynna viðbragðsáætlun sem stuðst er við ef til snjóflóðahættu kemur ofan Flateyrarvegar og ofan byggðarinnar á Flateyri.

Boðið verður upp á veitingar.
Ætlunin er að gefa þeim sem ekki komast kost á að fylgjast með í streymi á Facebook.

DEILA