Hnjótur- minjasafn Egils Ólafssonar þarfnast mikilla úrbóta

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti.

Fram kemur í heimsóknarskýrslu eftirlitsfulltrúa á vegum safnaráðs vegna 2.hluta eftirlits með viðurkenndum söfnum að Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn þarfnist viðamikilla úrbóta og alvarlegar athugasemdir eru gerðar við það húsnæði sem að hýsir aðalgeymslur safnsins.

Skýrslan var lögð fram í samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps þar sem safnverðir fóru yfir skýrsluna og það sem gert hefur verið eftir að skýrslan var send, en búið er að fara yfir skýrsluna og unnið að því að gera úrbótaáætlun fyrir safnið. Safnaráð hefur óskað eftir áætlun á úrbótum innan 6 mánaða.

Samráðsnefndin óskaði eftir því við stjórnendur safnsins að farið verði yfir úrbótaáætlunina áður en henni verður skilað fyrir miðjan mars nk.

Um geymsluhúsnæðið segir að mikið af gripum séu á gólfi í óskipulagi, pökkun gripa óviðunandi og safngripir geymdir í óviðunandi umhverfi.

Forstöðumaður Minjasafns Egils Ólafssonar er Ingu Hlín Valdimarsdóttur og fékk hún á síðasta fundi samráðsnefndarinnar launalaust námsleyfi.  Forstöðumanni var falið að ráða staðgengil forstöðumanns þar til hún snýr aftur til starfa.

Úttektarskýrsla safnaráðs.

Mynd úr skýrslu safnaráðs.

DEILA