Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar höfðu í nægu að snúast á á síðasta ári.

Árið 2023 voru 58214 mál á hendi stjórnstöðvarinnar vegna lögbundinna verkefna á sviði leitar, björgunar, eftirlits og löggæslu.


Langflest málin eða 33449 voru vegna skipa eða báta sem dottið höfðu úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu.

Brottfall skipa úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu krefst eftirfylgni og upplýsingaöflunar stjórnstöðvar innan 30 mínútna til að skera úr um hvort áhafnir eru í hættu. Sem betur fer er slíkt sjaldgæft en málin krefjast engu að síður inngripa að hálfu varðstjóranna.

DEILA