Land og skógur tekur til starfa

Þann fyrsta janúar 2024, tók ný stofnun við hlutverki og skuldbindingum tveggja eldri stofnana sem um leið heyra sögunni til, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.

Við tekur mótunartími undir stjórn Ágústs Sigurðssonar sem gegnir stöðu forstöðumanns Lands og skógar.

Land og skógur er þekkingarstofnun á sviði gróður- og jarðvegsauðlinda og gegnir mikilvægu rannsókna-, eftirlits-, og fræðsluhlutverki við að vernda, endurheimta og bæta þessar auðlindir Íslands og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. 

Ný stofnun sprettur ekki fullsköpuð fram fyrsta janúar 2024. Nú tekur við mótunartímabil en þegar er tilbúið skipurit fyrir stofnunina. Skipað hefur verið í stöður sviðstjóra og starfsfólk beggja eldri stofnananna heldur störfum sínum. Hjá stofnuninni munu starfa um 130 manns.

DEILA