Byggðastofnun: 40 m.kr. til atvinnuráðgjafar á Vestfjörðum

Byggðastofnun.

Vestfjarðastofa mun fá um 40 m.kr. til atvinnuráðgjafar á næsta ári. Stjórn Byggðastofnunar skipti í nóvember sl. 205 m.kr. milli landssvæða og komu 34,7 m.kr. í hlut Vestfjarða.

Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu segir að fjárhæðin, sem til skipta var, hafi hækkað í meðförum fjárlaganefndar Alþingis og að til Vestfjarða muni koma um 40 m.kr.

Hún segir að starfsemin verði svipuð á næsta ári einkum vegna tveggja evrópuverkefna sem Vestfjarðastofa er þátttakandi í. „Framlag til atvinnu-og byggðaþróunar hefur verið í svipaðri krónutölu í mörg ár þannig að hún nær ekki að halda í við launaþróun augljóslega. Landshlutasamtökin hafa ítrekað bent á þetta en fengið aðeins takmarkaðan hljómgrunn og þurft að sækja aukaframlag árlega.“

skipting Byggðastofnunar á framlaginu:

 Fjárlaganefnd bætti 35 m.kr. við fjárhæðina þannig að samtals eru 240 m.kr. til atvinnuráðgajfar.

DEILA