Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur auglýst eftir aðilum sem gætu haft áhuga á endurgerð og uppbyggingu gamla Kópnessbæjarins á Hólmavík. Bærinn verður annars rifinn í vetur, enda stafar fokhætta af húsunum.
Talið er að húsið hafi verið byggt árið 1916 og það er því yfir hundrað ára gamalt og friðað, lögum samkvæmt. Húsið er kotbýli með nokkrum útihúsum og er sérstakt að því leyti að fá sambærileg býli frá fyrri hluta 20. aldar eru enn varðveitt innan þéttbýlisstaða.