Slysaslepping í Kvígindisdal: lögreglurannsókn hætt

Lögreglan á Vestfjörðum hefur hætt rannsókn á slysasleppingum úr kví í Kvígindisdal í Patreksfirði sem varð í ágúst sl. Ástæðan er sú að ekki er talinn grundvöllur til að halda henni áfram, þar sem talið var að gögn málsins bæru ekki með sér að umbúnaður við kvína hafi verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis sakbornings og sakir séu miklar, í skilningi 22. gr. sömu laga, eins og áskilið er.

Rannsókn hófst með kæru Matvælastofnunar dags. 13. september 2023. Var framkvæmdastjóra rekstrarleyfishafans gefinn réttarstaða sakbornings. Með bréfi lögreglustjóra 19. desember var rannsókn hætt.

DEILA