Noregur: enginn eldislax í Altaánni á þessu ári

Norski vefurinn kyst.no greindi frá því á þriðjudaginn að enginn eldislax hafi fundist í ár í laxveiðiánni Alta í Finnmörku, sem Norðmenn segja bestu laxveiðiá í heimi. Á síðasta ári veiddust þar nærri 3.000 laxar.

Síðasta áratuginn hafa veiðiréttareigendur og eldisfyrirtæki unnið að því í samvinnu við norsku náttúrurannsóknarstofnunina; NINA, að vinna gegn því að eldisfiskur sleppi upp í Alta ána og aðra á Repparfjordelva. Árangur hefur verið góður. Aðeins tveir eldislaxar hafa fundist í Alta ánni á síðustu sex árum eru niðurstöður úr hreistursýnum af 3.200 fiskum. Enginn eldislax í ár í Alta og aðeins 0,2% í Repparfjordaelva.

Blöndun milli eldislax og villts lax hefur verið í mörgum norskum ám, enda voru eldiskvíar, einkum í upphafi laxeldisins, oft nálægt árósum. Ástandið hefur batnað að þessu leyti á síðustu árum og segir í fréttinni að í Alta ánni hafi dregið verulega úr blönduninni.

DEILA