Ísafjarðarhöfn: 1.178 tonnum landað í nóvember

Páll Pálsson ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Sturla Páll Sturluson.

Alls var landað 1.178 tonnum í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði.

Norska skipið Silver Bird landaði 706 tonnum af rækju til vinnslu í Kampa.

Tveir togarar lönduðu 473 tonnum af botnfiski og afurðum. Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 186 tonnum af fiskafurðum og ísfisktogarinn Páll Pálsson ÍS var með 287 tonn í fjórum veiðiferðum.

DEILA