Vesturbyggð: 3.214 tonn landað í höfnunum

Patreksfjarðarhöfn í desember. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á Bíldudal var landað 2.538 tonnum af eldislaxi í síðasta mánuði.

Í Patreksfjarðarhöfn komu 676 tonn af bolfiskafla.

Línubáturinn Núpur BA var aflahæstur með 318 tonn í sjö róðrum. Aðrir línubátar voru með 44 tonna afla. Það voru Agnar BA og Sindri BA. Patrekur BA var á dragnótaveiðum og landaði 147 tonnum.

Loks var togarinn Vestri BA á botntrolli og aflaði 148 tonn.

DEILA