Skemmtiferðaskip: 6 milljarða króna útgjöld farþega skemmtiferðaskipa á landsbyggðinni

Útgjöld farþega skemmtiferðaskipa eru áætluð 19,5 milljarðar króna í ár, þar af hafi þau verið 6 milljarðar króna á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í könnun sem rannsóknarmiðstöð ferðamála gerði fyrir Ferðamálastofu í sumar. Könnunin var unnin fyrir Faxaflóahafnir. Könnunin í Reykjavík var framkvæmd á tímabilinu 11. júní til 9. september 2023.

Útgjaldahluti könnunar tók til þess sem farþegar greiða beint í heimsókn sinni. Það er þó ljóst að slík könnun sýnir einungis brot af efnahagslegum áhrifum af komum skemmtiferðaskipa til landsins segir Ferðamálastofa um könnunina.

Alls fengust 857 svör en 277 báðust undan að svara sem gefur svarhlutfall upp á 68%.

Ferðamálastofa áætlar að tekjur innlendra aðila hafi verið um 52 milljarðar króna. Því til viðbótar eru svo skattar og aðrar tekjur opinberra aðila. Þar af séu eigin útgjöld farþeganna 19,5 milljarðar króna.

6 milljarðar á landsbyggðinni

Skipting útgjaldanna er þannig að 2/3 eru í Reykjavík en um þriðjungur eða 6 milljarðar króna á landsbyggðinni. Eins og sjá má er gisting stærsti útgjaldaliðurinn á höfuðborgarsvæðinu 3,4 milljarðar króna, sem skýrist af því að svonefndir skiptifarþegar sem koma og fara fljúgandi en sigla um landið með skemmtiferðaskipunum eru að meðaltali 2,15 gistnætur á landinu og 1,8 milljarður króna er ráðstafað í veitingar.

Stærsti liðurinn í eigin útgjöldum farþeganna er kaup á afþreyingu 5,4 milljarðar króna í Reykjavík og 4,4 milljarðar króna á landsbyggðinni. Munurinn á Reykjavík og landsbyggðinni virðist þvi liggja að mestu í kostnaði við gistingu og kaup á veitingum.

útgjöld á mann þrefalt hærri hjá skiptifarþegum

Þetta sést betur þegar skoðað er niðurbrot á útgjöldunum pr farþega. Fyrir skipafarþegar eru útgjöldin 27.912 kr/mann en fyrir skiptifarþegana eru útgjöldin hartnær þrefalt hærri eða 78.462 kr/mann.

Munurinn liggur einkum í kostnaði við gistingu sem er 30.958 kr fyrir hvern skiptifarþega en enginn hjá skipafarþegunum og svo útgjöld vegna veitinga sem er 11.754 kr./mann hjá skiptifarþegunum en aðeins 1.887 kr./mann hjá skipafarþegunum.

Útgjöld vegna afþreyingar er hærri hjá skipafarþegunum en hjá skiptifarþegunum en ívið lægri til kaupa á minjagripum og verslun.

Af þessu má ætla að landsbyggðin hafi að mörgu leyti staðið sig vel í því að selja sína afþreyingu í samanburði við Reykjavík en eigi nokkur sóknarfæri samt.

DEILA