Viltu vera skip­stjóri ?

Bolungarvíkurhöfn.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er með nám­skeiðið sem ætlað þeim sem vilja auka atvinnu­rétt­indi sín til að starfa sem skip­stjóri á smá­skipum upp í allt að 15m lengd í strand­sigl­ingum (með að hámarki 12 farþegum og tak­mörkun á farsviði), enda hafi þeir áður öðlast 12m skip­stjórn­ar­skír­teini eða lokið viðurkenndu smá­skipa­skip­stjórn­ar­námi sem í boði var fyrir 1. sept­ember 2020.

Til viðbótar þessu námskeiði þarf að ljúka siglingatíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu öryggisfræðslunámi til þess að fá útgefið skírteini.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Tækniskólann (Skipstjórnarskólann). Námskeiðið er að mestu í fjarnámi en gert er ráð fyrir þremur staðlotum á Ísafirði sem nemendur þurfa að taka þátt í. Einnig þurfa nemendur að fara í verklega þjálfun í siglingahermi.  

Náminu er skipt í nokkra námsþætti sem allir mynda eina heild til þessara réttinda,  m.a. sigl­ing­a­reglur, stöðugleika, sigl­inga­hermi, fjar­skipti (ROC skír­teini) og viðhald vél­búnaðar.

Allt kennsluefni, æfingar og lesefni er á kennsluvefnum Innu en nemendur hafa að auki aðgang að samtali við kennara samkvæmt skipulagi. Nemendur hafa aðgang að náms- og starfsráðgjafa hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem þeir eru hvattir til að nýta sér.

DEILA