Frv um lagareldi: breytt hlutverk Hafrannsóknarstofnunar

Í frumvarpi Matvælaráðherra um lagareldi sem hefur verið sett fram í samráðsgátt stjórnvalda er lögð áhersla á að verkefni Hafrannsóknastofnunar er lúta að sjókvíaeldi séu einungis í formi rannsókna og ráðgjafar í samræmi við lög nr. 112/2015 um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna.
Í frumvarpinu segir að hlutverk Hafrannsóknastofnunar samkvæmt núgildandi lögum hafi verið gagnrýnt nokkuð þar sem hlutverk stofnunarinnar er í mörgum tilvikum talið svipa til stjórnsýsluhlutverks en mikilvægt er að ekki leiki vafi á stjórnsýslulegri stöðu stofnunarinnar.
Þessi gagnrýni kom til að mynda fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sem benti á að úthlutun og skipting á hámarkslífmassa á milli fjarða sé ákvörðun um skiptingu verðmæta milli svæða og í sumum tilfellum fyrirtækja sem hljóti að teljast stjórnvaldsákvörðun. Það sama eigi einnig við um skiptingu eldissvæða.

Til að bregðast við gagnrýninni er í frumvarpi þessu lagt til að verkefni Hafrannsóknastofnunar er lúta t.a.m. að áhættumati erfðablöndunar og burðarþolsmati séu í formi ráðgjafar. Hin endanlega stjórnvaldsákvörðun muni eftir atvikum vera í höndum stjórnvalda eða ráðherra.

DEILA