Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hlutu tilnefningu til Skörungsins sem eru ungmennaverðlaun á vegum Landssambands ungmennafélaga.
Sveitarfélögin fengu viðurkenningu í flokki framtaks í þágu ungs fólks, fyrir að hafa heimilað 16 og 17 ára ungmennum að taka þátt í bindandi íbúakosningum um sameiningu sveitarfélaganna
Verðlaunin eru veitt einstaklingum, hópum, félögum, stofnunum eða fyrirtækjum fyrir eftirtektarvert framtak í þágu hagsmuna og réttinda ungs fólks á árinu.
Verðlaunaafhendingin fór fram með hátíðlegum hætti í Mannréttindahúsinu í Reykjavík í gær 5. desember.
Móttöku verðlaunanna veittu Sólrún Elsa Steinarsdóttir og Rakel Sara Sveinsdóttir Berg sem báðar urðu 16 ára á árinu og nýttu kosningarétt sinn í íbúakosningunum um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.