Ísafjarðarbær: tæpur milljarður kr. í leikskóla

Leikskólinn Eyrarskjól. Mynd: Isafjordur.is

Samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs fyrir Ísafjarðarbær eru útgjöld vegna leikskóla áætluð 950 m.kr. Tekjur eru áætlaðar 79 m.kr. eða um 8% af útgjöldum.

Rekstur Eyrarskjóls á Ísafirði er áætlaður verða 305 m.kr., Sólborg 285 m.kr. og Tangi 114 m.kr. en báir eru einnig á Ísafirði. Rekstrarkostnaður Grænagarðs á Flateyri verður 70 m.kr., Laufás á Þingeyri 78 m.kr. og Tjarnarbær a Suðureyri 91 m.kr.

Engar tekjur eru færðar á Eyrarskjól, en 28 m.kr. á Sólborg og 19 m.kr. á Tanga. Tekjur á Grænagarði eru áætlaðar verða 4 m.kr. og 11 m.kr. á hvorum hinna tveggja, Laufási og Tjarnarbæ.

Heildarútgjöld A hluta sveitarsjóðs á næsta ári eru áætluð 6.976 m.kr.

DEILA