Muggi byggir á Ísafirði

Guðmundur M. Kristjánsson, fyrrverandi hafnarstjóri er síður en svo sestur í helgan stein þótt hann sé hættur sem hafnarstjóri og hefur nú sótt um  lóð við Hlíðarveg 50, óstofnuð lóð, vegna áforma um byggingu á lágreistu einbýlishúsi ásamt bílskúr, samtals um 130 fm.

Skipulags- og mannvikrjanefnd Ísafjarðarbæjar segir að samkvæmt gildandi aðalskipulagi sé þetta í samræmi við áform um þéttingu byggðar í efri bæ Ísafjarðar. Leggur nefndin til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar við Hlíðarveg 50 á Ísafirði undir einbýlishús.

Hyggst hann hefjast handa sem fyrst og áætlar að geta flutt í fyrirhugað hús á haustmánuðum 2024.

DEILA