Sælundur og Sjónarhóll fá vegtengingu

Sótt hefur verið um framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi að frístundalóðunum að Sælulundi og Sjónarhól á Barðaströnd.

Skipulags- og umhverfisráðs lagði til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að samþykkt verði að veita framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuveginum sbr. umsókn.

Skipulags- og umhverfisráð mat sem svo að framkvæmdin væri þess eðlis að heimilt væri að falla frá grenndarkynningu þar sem framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda enda liggi fyrir samþykki landeigenda og Vegagerðarinnar.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti því frakkvæmdarleyfið og fól skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyf.

DEILA