Listaverkaalmanak Þroskahjálpar 2024

Landssamtökin Þroskahjálp berjast fyrir réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks.

Á hverju ári er almanakshappdrætti ein af stærstu fjáröflunum Þroskahjálpar.

Í ár er almanakið með listaverkum eftir fjóra fatlaða listamenn.

Þessir listamenn hafa vakið athygli og verk þeirra hafa verið sýnd víða, bæði á einkasýningum sem og samsýningum hér á landi og erlendis.

Fyrir mörg þeirra hefur List án landamæra verið mikilvægur stökkpallur.

Hátíðin brýtur múrinn á milli hins svokallaða almenna listheims og jaðarlistheimsins sem fatlaðir listamenn tilheyra. Innan jaðarlistheimsins hafa fatlaðir listamenn skapað kraftmikla og fjölbreytta list, en sýnileikinn er í takt við fábreytt tækifæri til þátttöku og listmenntunar.

Á meðal vinninga eru gjafabréf á upplifanir, hótelgisting, auk fjöldi listaverka, bæði frummyndir og eftirprentanir, eftir marga ástsælustu listamenn þjóðarinnar, þar á meðal þá frábæru listamenn sem eiga verk í almanaki ársins.

Almanökin er hægt að panta á https://www.throskahjalp

DEILA