Vegir á Vestfjörðum : 1,5 milljarður kr. á ári í rekstur og viðhald

Dýrafjarðargöng. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni varð kostnaður við rekstur og viðhald vega og jarðganga á Vestfjörðum síðustu sex ár nærri 9 milljarðar króna. Meðaltalið er 1.486 m.kr. á ári.

Kostnaðurinn skiptist nokkuð jafn milli reksturs og viðhalds. Reksturinn 2018-2023 er samtals 4.501 m.kr. og viðhaldið 4.415 m.kr. Heildarkostnaðurinn á tímabilinu er 8.916 m.kr. Meðaltalskostnaðurinn á ári við reksturinn á þesus árabili er 750 m.kr. og 736 m.kr. við viðhald.

Ár201820192020202120222023
Rekstur684613871708938687
Viðhald761484713692982783

Tölur fyrir 2023 munu væntanlega hækka eitthvað þar sem árið er ekki liðið. Kostnaðurinn 2018 – 2021 reynist vera tiltölulega jafn milli ára en greinilegt er að árið 2022 verður töluverð hækkun eða um 30% sem gæti verið einnig á þessu ári.

Kostnaður við rekstur ferjunnar Baldur er ekki í þessum tölum. Samkvæmt nýbirtum samningi milli Vegagerðarinnar og Sæferða greiðir Vegagerðin 611.751.900 kr. á ársgrundvelli. Í samningnum er gert ráð fyrir 305 ferðum milli Stykkishólms og Brjánslækjar og 114 í Flatey árlega.

DEILA