Heyskapur hafinn í Árneshreppi.

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi við slátt, Gíslabalavatn í baksýn. Mynd: Jón Guðbjörn Guðjónsson

Fréttavefurinn Litli hjalli er með puttann á púlsinum og flutti í gær fréttir af heyskap í Árneshreppi en Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík hóf slátt fyrir hádegi í gær. Í fréttinni kemur fram að ágætis spretta sé og að fleiri bændur í Árneshreppi fari nú að hefja stand. Haft er eftir Bjarnheiði Fossdal á Melum að sláttuvélin og traktorinn séu nú tengd og að Björn bóndi, sem venjulega er fyrstur manna í sláttinn, muni byrja fyrir helgi.

Sigursteinn bóndi í Litlu-Ávík fer talsvert eftir spá Norsku Veðurstofunnar og náttúrulega líka eftir spá Veðurstofu Íslands, og ber þær saman, það hefur gefist yfirleitt vel. Einhver úrkoma er í kortunum á báðum veðurstofunum framundan.

bryndis@bb.is

DEILA