Hnífsdalsvegur: minnst fórnarlamba umferðaslysa

Viðbragðsflotinn á Hnífsdalsveginum. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson.

Í gær fór fram athöfn á Hnífsdalsvegi þar sem minnst var þeirra sem farist hafa í umferðarslysum. Það voru Slysavarnadeildin Iðunn á Ísafirði og Slysavarnadeildin í Hnífsdal sem stóðu fyrir atburðinum í tilefni af því að þá var minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðaslysa.

Bílafloti Landsbjargar, lögreglunnar og slökkviliðsins var saman kominn og ók hann um bæinn og að því loknu var safnast saman í Guðmundarbúð á Ísafirði og notið veitinga sem í boði voru.

Dagný Finnbjörnsdóttir varaformaður slysavarnadeildarinnar í Hnifsdal sagði að viðburðurinn hafi verið vel sóttur.

Við Guðmundarbúð.

Kaffiveitingar í Guðmundarbúð.

Myndir: Landsbjörg.

Mynd: Dagný Finnbjörnsdóttir.

DEILA