Hnífsdalur: Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Á sunnudaginn 19. nóvember munu Slysavarnadeildin Iðunn á Ísafirði og Slysavarnadeildin í Hnífsdal standa fyrir viðburði í minningu fórnarlamba umferðarslysa í tilefni af því að þá er minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðaslysa.

Viðburðurinn hefst kl. 13 á Hnífsdalsvegi þar sem viðbragðsaðilar, björgunarsveitir frá Hnífsdal, Ísafirði og Bolungarvík, lögregla og slökkvilið, koma saman með sinn bílaflota með blikkandi ljósum. Munu þeir vekja athygli á umferðarslysum með þeim gjörningi til kl. 14.

Að því loknu eða kl. 14, verður samkoma fyrir utan Guðmundarbúð á Ísafirði.

Dagskrá:

          Kynning

          Þórir Guðmundsson flytur erindi

          Kveikt á kertum

          Einnar mínútu þögn til að minnast fórnarlamba

          Séra Magnús flytur hugvekju   

          Kaffi og vöfflur í boði slysavarnadeildarinn Iðunnar í sal Guðmundarbúðar að athöfn lokinni.

Slysavarnadeildirnar hvetja fólk til að mæta.

Slysavarnadeildin Iðunn Ísafirði og Slysavarnadeildin í Hnífsdal.

DEILA