Björgunarsveitin Björg á Suðureyri heldur sitt árlega kótilettukvöld á laugardaginn 18. nóvember í Félagsheimilinu á Suðureyri.
Kótilettukvöldið er helsta fjáröflun sveitarinnar á hverju ári og skiptir miklu máli fyrir starfið. Hefur það notið mikilla vinsælda og verið vel sótt.
Auk þess sem gestir geta gætt sér á kótilettum er boðið upp á skemmtiatriði og dregið í happdrætti og fleira.
Þá verður stórdansleikur í framhaldinu þar sem að stuðsveitin Óðríki mætir. Hægt er að kaupa sig sérstaklega inn á dansleikinn.
Miðaverð er 8000 á manninn (matur og ball) og happdrættismiðinn er á 1000 kall stykkið.
Aðalvinningurinn mun sko ekki svíkja frekar en venjulega….
Skráning á matinn hérna: https://forms.office.com/e/PPwLAzzEHu
Eftir skráningu er sendur greiðslutengil í SMS þar sem hægt er að greiða fyrir miðana.