Patreksfjörður: Ljós í myrkri

Félagskonur í Slysavarnardeildinni Unni á Patreksfirði fóru fyrir stuttu og færðu öllum nemendum Patreksskóla, um 100 talsins, armljós til að auka sýnileika þeirra í myrkrinu sem er framundan.

Í fyrra fengu allir nemendum Patreksskóla íþróttapoka úr endurskyns efni og er stefnt á að gefa hér eftir öllum nýjum nemendum þannig poka þegar þau byrja í skólanum.

Einnig var farið í leikskólanum Araklett og nemendum þar færð armljós sem lýsir vel í myrkri.

Félagskonur létu þar ekki við sitja og fóru í Selið, félagsstarf aldraðra á Patreksfirði, þar sem þær kynntu bæklinginn Örugg efri ár og gáfu öllum endurskynsmerki ásamt því að kynna armljós sem lýsa vel í myrkri.

Meðfylgjandi er hlekkur á bæklinginn https://leb.is/wp-content/uploads/2018/05/SL-0418-9-Örugg-efri-ár-vefur.pdf

Myndir: María Ósk Óskarsdóttir.

DEILA