Að verða að manni

Að verða að manni eru bernskuminningar Sigurðar Kristinssonar norðan af Ströndum.

Hugljúfar en í aðra röndina ógnvekjandi börnum 21. aldarinnar sem sjá hér hættur í hverju skrefi. Söguhetja okkar er þrátt fyrir ungan aldur í baráttu við náttúruöflin, vopnaður að hætti fullorðinna og oft áræðinn um efni fram.

Sigurður Kristinsson er fæddur 21. desember 1939 á Kirkjubóli í Hrófbergshreppi.

Sigurður býr í Grindavík. Hann er smiður og uppfinningamaður og hefur komið víða við á langri starfsævi.

DEILA