Almannavarnir: Grindavík rýmd

Almannavarnir hafa tilkynnt að ákveðið hafi verið að rýma Grindavík og neyðarstigi hefur verið lýst yfir. Kvikugangur gæti verið undir byggðarlaginu. Víðir Reynisson lagði áherslu á að ekki væri um að ræða neyðarrýmingu og kvatti til stillingar.

Skylda er að rýma og yfirgefa bæinn. Íbúar hafa 2 – 3 klst til þess að rýma. Dvalarheimili aldraðra hefur þegar verið rýmt.

DEILA