Ísafjarðarhöfn: 1010 tonna afli í október

Páll Pálsson ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í síðasta mánuði komu 1.010 tonn af fiski að landi. Mest var um afla af togveiðum 978 tonn. Júlíus Geirmundsson ÍS landaði einu sinni í mánuðinum 238 tonnum af afurðum. Saxhamar landaði einu sinni 9 tonnum sem fengust í dragnót og tveir súgfirskir línubátar, Hrefna ÍS og Einar Guðnason ÍS lönduðu 23 tonnum. Þrír togarar Páll Pálsson ÍS, Pálína Þórunn GK og Þórunn Sveinsdóttir VE lönduðu í Ísafjarðarhöfn, Páll Pálsson ÍS var þar af með 625 tonn.

Þá kom norska skipið Silver Storm með 225 tonn af rækju. Samtals var því landað 1.234 tonnum í október.

DEILA