Ísafjarðarbær: fjárfestingar 2024 – tillaga

Gervigrasvöllurinn á Torfnesi. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Tillaga að fjárfestingaráætlun fyrir næsta ár var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í síðustu viku. Að þessu sinni var hún birt með fundargögnum.

Hér að neðan er birt áætlun næsta árs fyrir A og B hluta bæjarsjóðs.

Fjárfesing A hluta er áætluð 650 m.kr. og greiða aðrir aðila 300 m.kr. af þeirri upphæð en 350 m.kr. greiðist úr bæjarsjóði. Ríkissjóður greiðir 270 m.kr. vegna ofanflóðamannvirkja og gert er ráð fyrir að innheimta 30 m.kr. í gatnagerðargjöld.

Hafnarsjóður mun framkvæma fyrir 535,4 m.kr. á næsta ári og endurgreiðslur ríkisisns verða 125,4 m.kr. ef áætlunin nær fram að ganga.

Tillögunni var vísað til síðari umræðu og verður til umfjöllunar bæjarráðs milli umræðna.

DEILA