Samtal um græna styrki á Ísafirði

Mynd: Mariska van de Vosse.

Rannís, Samband íslenskra sveitarfélaga og Vestfjarðarstofa standa fyrir opnum fundi um græna styrki á Ísafirði þann 27. nóvember næstkomandi.

Á fundinum verður fjallað um sóknartækifæri fyrir íslenska aðila í Evrópuáætlanir á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála, og þá þjónustu sem umsækjendum stendur til boða.

Þá verður einnig fjallað sérstaklega um verkefnið RECET, en það hlaut nýverið styrk úr LIFE, umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins. RECET er samstarfsverkefni fimm landa með Ísland í fararbroddi og eru það Íslensk nýorka og Eimur sem leiða verkefnið hér á landi með þátttöku Vestfjarðastofu og SSNE.

DEILA