Blakdeild Vestra, eða Blakfélagið Skellur eins og það hét á þeim tíma, hóf yngriflokka starf í blaki haustið 2007 en í mörg ár þar á undan hafði félagið haldið úti æfingum í meistaraflokki kvenna. Sama haust 2007, hófust æfingar í meistaraflokki karla.
Á þessum 16 árum sem liðin eru frá því að yngriflokka starf hófst í blaki hér fyrir vestan, hefur að meðaltali orðið til meira en einn nýr landsliðsmaður á hverju ári. Þó er rétt að nefna það að fyrsta landsliðsferð úr okkar Vestra var farin árið 2014 og vegna Covid voru ekki farnar neinar landsliðsferðir í blaki árin 2019 og 2020. Meðaltalið er því eiginlega nær því að vera tveir á ári.
Nú um nýliðna helgi tók U19 landslið Íslands í blaki þátt í svokölluðu Nevza móti, sem er norður Evrópumót, og fór mótið fram í Finnlandi. Fyrir okkur í Vestra er þessi ferð U19 liðsins ákveðinn áfangi, því í ferðinni voru 5 leikmenn frá Vestra. En það eru þeir; Sverrir Bjarki Svavarsson, Benedikt Stefánsson, Pétur Örn Sigurðsson, Hákon Ari Heimisson og svo nýjasti landsliðsmaðurinn Stanislaw Anikej, sem var í sinni fyrstu ferð. Fyrr í haust fór U17 landsliði í samskonar ferð og þá var Vestramaðurinn Kacper Tyszkiewicz með í för.
Kacper, Pétur, Benedikt og Hákon voru allir í sínu öðru landsliðsverkefni en Sverrir Bjarki var hinsvegar í sínu fimmta landsliðsverkefni, en áður hefur hann farið með í U17 og U18 verkefni árið 2021, U17 verkefni árið 2022 og svo fór hann í sitt fyrsta A-landsliðsverkefni í júní í sumar þegar Íslenska karlalandsliðið vann til bronsverðlauna á Evrópumóti smáþjóða.
En heldarlisti yfir landsliðsmenn Vestra í blaki, í tímaröð, er eftirfarandi (með fyrirvara um villur):
Kjartan Óli Kristinsson
Birkir Eydal
Auður Líf Benediktsdóttir
Hafsteinn Már Sigurðsson
Birta Rós Þrastardóttir
Gísli Steinn Njálsson
Katla Vigdís Vernharðsdóttir
Sóldís Björt Blöndal
Sverrir Bjarki Svavarsson
Kári Eydal
Sigurður Bjarni Kristinsson
Hákon Ari Heimisson
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir
Benedikt Stefánsson
Pétur Örn Sigurðsson
Kacper Tyszkiewicz
Stanislaw Anik