Vestfjarðavegur: þrjú tilboð í tvær brýr við Klettháls

Í gær voru opnuð tilboð í tvær brýr yfir Fjarðarhornsá og Skálmardalsá, ásamt vegagerð við hvora brú fyrir sig, samtals um 1,8 km.  Brýrnar eru beggja vegna við Klettsháls og eru steinsteyptar eftirspenntar 34 m plötubrýr.

Þrjú tilboð bárust og voru þau öll verulega yfir kostnaðaráætlun sem er 718,4 m.kr. Lægstbjóðandi var Eykt ehf, sem bauð 1.130 m.kr. og var 57% yfir kostnaðaráætlun.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2025.

Verkið var áður auglýst í maí á þessu ári, en þá bárust engin tilboð og var því auglýst aftur nú.

DEILA