Gamla gæsló: samið við Búaðstöð ehf

Ærslabelgurinn á Eyrartúni er skammt frá aparólunni.

Föstudaginn 20. okt. sl., voru opnuð tilboð í verkið „Gamli Gæsló“ Verkið felst í því að byggja upp leik- og dvalarsvæði á hluta Eyrartúns með leiktækjum, setkrókum, sérsmíðuðum bekk, göngustígum og gróðri. Samsetning og uppsetning leiktækja og búnaðar, smíði og uppsetningu bekkjar og gróðurgirðingar, ásamt gróðursetningu plantna og trjáa er hluti verksins.

Fjögur tilboð bárust og voru eftirfarandi:
Verkhaf ehf. 22.111.120 kr. – 138 %
Græjað og gert ehf. 19.379.500 kr. – 121 %
Búaðstoð ehf. 17.752.000 kr. – 111 %
Fagurverk ehf. 34.925.000 kr. – 218 %
Kostnaðaráætlun 16.020.500 kr. – 100%

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti að semja við Búaðstoð ehf.

DEILA