Vætusamt verður á landinu í dag og á morgun, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Gengur í suðaustan og austan 5-10 m/s á Vestfjörðum í dag með dálítilli vætu af og til. Hiti 8 til 14 stig
Veðurstofan spáir rigningu á Suðvesturlandi og 8-13 metrar á sekúndu. Hægari breytileg átt og síðdegisskúrir á Norðurlandi. Hiti verður 10 til 18 stig að deginum og hlýjast norðan heiða.
Úrkoma er í kortum Veðurstofunnar út vikuna. Úrkomuminna á Norður- og Austurlandi, en rigning eða skúrir á Suðurlandi. Aftur á móti styttir upp og birtir á mánudag með heldur hlýnandi veðri.