Langadalsá: slök veiði í sumar

Fyrirstöðuþrep í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi. Teljarinn er staðsettur í hólfinu ofan við þrepið. Mynd: Hafrannsóknarstofnun.

Stangveiðin í Langadalsá var slök þetta árið að sögn Sigurðar Marinós Þorvaldssonar, Veiðin varð aðeins 60 laxar sem er lakara en veiðin í fyrra sem var 68 laxar. Meðalveiðin frá 1985 – 2022 eru 198 laxar. Meðalveiði síðustu 10 ára eru 211 laxar og meðalveiði síðustu 5 ára eru 124 laxar. Veiðin í ár er því aðeins þriðjungur af meðalveiði síðustu 37 árin og helmingur meðalveiði síðustu 5 ára.

Sigurður sagði að eitthvað hafi veiðst af eldislaxi og hann vissi um 10 eldislaxa sem fóru gegnum teljarann. Hann taldi að 2 hnúðlaxar hafi komið á land í sumar.

Í Hvannadalsá, sem er með sameiginlegan ós með Langadalsá veiddust 29 laxar, sem er það sama og í fyrra. Þar er meðalveiði síðustu 5 ára 38 laxar, meðalveiðin síðustu 10 ár eru 62 laxar og meðalveiðin frá 1985-2022 eru 114 laxar.

DEILA