Ný íslensk kvikmynd: tökur á Vestfjörðum

Grínistarnir Hjálmar Örn og Theodór Ingi leika vestfirska sjómenn á móti Birni Jörundi í myndinni Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason/leikstjóri

Verið er þessa dagana að taka upp nýja íslenska kvikmynd sem mun heita Ljósvíkingar. Framleiðandi er Kisi production. Leikstjóri og handritshöfundur er Bolvíkingurinn Snævar Sölvason.

Ingvar Thordarson, framleiðandi sagði í samtali við Bæjarins besta að um væri að ræða kvikmynd í fullri lengd. Framleiðslukostnaður væri um 320 milljónir króna og Kvikmyndasjóður hafi veitt 110 m.kr. styrk.

Ingvar sagði að 98% myndarinnar væri tekin á Vestfjörðum, tvær vikur eru síðan tökur hófust og þær munu standa til 9. nóvember n.k. Myndin verður tilbúin á næsta áriog verður þá send til sýninga á hátíðir erlendis. „Myndin hefur alla burði til þess að verða alþjóðleg“ sagði Ingvar.

Meðal leikara eru Björn Jörundur, Arna Magnea, Helgi Björnsson, Vigdís Hafliðadóttir og Pálmi Getsson auk fjölmargra í minni hluverkum. Tökur fara fram á Flateyri, Bolungavík, Ísafirði og nágrenni. Á mánudaginn voru t.d. tökur í Tjöruhúsinu á Ísafirði.

Tökukonan Birgit Guðjónsdóttir er komin til Íslands eftir áratugi á erlendum vettvangi kvikmyndagerðar, margverðlaunuð.

DEILA