Samgönguáætlun: vilja meiri vetrarþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum

Hafnar eru endurbætur á veginum yfir Mikladal.

Samráðsnefndar sveitarfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, hefur sent erindi til Alþingis og fer fram á endurskoðun reglna á vetrarþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum í Ijósi aukinnar umferðar og slæms ástands vegakerfisins, með það að leiðarljósi að þjónustutími verði lengdur.
Um er að ræða vegi sem tengja saman samfélög innan Veslurbyggðar og Tálknafjarðarhrepps annars vegar og hins vegar leiðir sveitarfélagsins til höfðuðborgarsvœðisins.

Samráðsnefndin óskar eftir upplýsingum frá Vegagerðinni hvenœr von er á því að ferjusiglingar Baldurs haldi áfram, en gamli Baldur hefur hœtt starfsemi og beðið er eftir að nœsti Baldur komi og hefji ferjusiglingar.

Alþingi hefur nú til umfjöllunar þingsályktunartillögu frá Innviðaráðherra um samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2038 og segir í bréfi samráðsnefndarinnar að auk álits samráðsnefndarinnar muni hvort sveitarfélag fyrir sig gera umsögn um tillöguna.

DEILA