Bíll frá Þingeyri

Leikfangabíll. Vörubíll úr tré framleiddur af: Leikfangasmiðjan Aldan h.f., Þingeyri, Dýrafirði.

Bílinn vann gefandi í happdrætti árið 1985. Upprunalegt skoðunarvottorð fylgir með. Á því er mynd af bílnum og hægt að fylla út nafn eiganda og bílnúmer auk athugasemda við skoðun. Á vottorðið hefur verið fyllt út: Eigandi : Jón V. Birgisson. Númer : A 11111. Skoðunardagur : 10.12.´85. Athugasemdir : Í lagi. Áritun : H.S.

Aftan á vottorðinu stendur : Þessi bíll er framleiddur með það fyrir augum að verða við ströngum kröfum drengja og stúlkna á öllum aldri um gott leikfang, sem á að þola margs konar hnjask. Ef svo skyldi samt sem áður reynast, að framleiðslugallar kæmu í ljós, erum við reiðubúnir að bæta úr þeim eftir bestu getu. Virðingarfyllst. Leikfangasmiðjan Alda h.f. Sími 94-8181. 470 Þingeyri. Dýrafirði. 

Vörubíllinn er málaður, grár undirvagn, gulur pallur og rautt hús. Shell merkið er á hliðum hússins og framan á húsinu er nafnið Dúi. 

Bíllinn er á Minjasafninu á Akureyri. Mynd og textir af vefnum sarpur.is

DEILA