Bolungavík: Drymla 30 ára í dag

Í dag eru rétt þrjátíu ár liðin síðan konur opnuði handverksbúð í Bolungavík. Félagsskapurinn fékk nafnið Drymla, félag handverkshóps og hafði aðstöðu á Vitastíg 1.

Það var Hjördís Jónsdóttir sem í upphafi beitti sér fyrir stofnun hópsins og konu saman nokkrar konur sem samuðu tuskudýr og seldu. Síðan þróaðist framleiðslan yfir í það að hver kona gerði fyrir sig en selt var sameiginlega í Drymlu.

Í tilefni afmælisins verður opið í dag, mánudaginn 23. október frá 13.00 – 19.00

Einnig verður opið laugardaginn 28. október (1. vetrardag) frá kl. 13.00.

Kaffi og sætindi á boðstólum, allir eru hjartanlega velkomnir að líta við og gleðjast með Drymlukonum.

Drymla er nú til húsa að Aðalstræti 21.

DEILA